Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. janúar 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Sjö leikmenn í Championship sem eru tilbúnir í úrvalsdeildina
Joe Bryan hjá Bristol City.
Joe Bryan hjá Bristol City.
Mynd: Getty Images
James Chester, Aston Villa.
James Chester, Aston Villa.
Mynd: Getty Images
James Maddison hjá Norwich.
James Maddison hjá Norwich.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota, Wolves.
Diogo Jota, Wolves.
Mynd: Getty Images
Guardian tók saman sjö leikmanna lista yfir menn í Championship-deildinni sem eru nægilega góðir til að vera leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Janúarglugginn er opinn og gætu lið í efstu deild gert tilboð.

Barry Douglas, Wolves (28 ára)
Verður úrvalsdeildarleikmaður bráðlega en frammistaða hans á tímabilinu sýnir að hann er klár í skrefið nú þegar. Skotinn kom til Wolves frá Konyaspor í Tyrklandi þar sem hann var eitt tímabil eftir að hafa verið hjá Lech Poznan. Hann hefur verið frábær sem vinstri vængbakvörður hjá Úlfunum sem eru á toppi deildarinnar.

Hann hefur skorað fjögur mörk og átt átta stoðsendingar í nítján deildarleikjum á tímabilinu. Hefur skilað miklu úr föstum leikatriðum og úr opnum leik. Þá hefur varnarvinna hans einnig verið til fyrirmyndar.

Joe Bryan, Bristol City (24 ára)
Getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og sem kantmaður og hefur því verið í samkeppni við Hörð Björgvin Magnússon. Hann var valinn maður leiksins í sigri Bristol City gegn Manchester United í 8-liða úrslitum deildabikarsins þar sem hann skoraði frábært mark.

Hefur verið öflugur varnarlega og lykilmaður í sóknaruppbyggingu Bristol.

James Chester, Aston Villa (28 ára)
Hjá sumum varnarmönnum tekur lengri tíma en venjan er að sýna sínar bestu hliðar. Chester fékk kannski ekki tækifæri til að blómstra fyrr á ferlinum, sérstaklega hjá West Brom þar sem hann lék aðeins níu byrjunarliðsleiki. Enginn þeirra í sinni uppáhalds stöðu sem miðvörður.

Chester hefur spilað hverja mínútu á tímabilinu og hefur gert lítil sem engin mistök. Hann er meðal fimm efstu leikmanna deildarinnar þegar kemur að nákvæmni í sendingum og hreinsunum á tímabilinu.

James Maddison, Norwich City (21 árs)
Keyptur frá Coventry fyrir tveimur árum en var lánaður aftr til baka. Var látinn bíða eftir fyrsta leik fyrir Kanarífuglana en hann kom í apríl í fyrra. Hann sýndi hæfileika sína strax og skoraði í 3-1 sigri gegn Preston. Hann hefur svo skinið skært á þessu tímabili.

Á flestar lykilsendingar í deildinni og ekki er brotið á nokkrum leikmanni oftar, sem sýnir þá ógn sem hann býr til fyrir varnir andstæðingana. Hefur verið frábær í „tíunni", skorað sex mörk (þar á meðal nokkur stórglæsileg) og átt fimm stoðsendingar.

Ryan Sessegnon, Fulham (17 ára)
Manchester United, Tottenham og Real Madrid hafa öll sýnt Ryan Sessegnon áhuga. Fulham byrjaði tímabilið hægt en hefur verið á uppleið. Ef liðið kemst í umspilið á þessi sautján ára strákur stóran þátt í því.

Ógn hans á síðasta þriðjungi hefur vakið athygli, sjö mörk og fjórar stoðsendingar á þessu tímabili. Hann spilar venjulega sem vinstri bakvörður en getur einnig verið framar á vellinum. Hann er með fimm mörk og tvær stoðsendingar í sjö leikjum á vængnum.

Diogo Jota, Wolves (21 árs)
Portúgalski vængmaðurinn hefur staðið sig ákaflega vel hjá Úlfunum og byrjað hvern einasta deildarleik. Hann er með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar.

Jota er á láni frá Atletico Madrid en ljóst að Wolves vill fá hann alfarið. Hann spilar á vinstri vængnum en kemur inn völlinn með knöttinn og það hefur miklu skilað. Hann á flest skot á rammann af leikmönnum deildarinnar.

Ollie Watkins, Brentford (22 ára)
Hefur skorað hrikalega hátt í mörgum tölfræðiþáttum deildarinnar og verið magnaður eftir að hafa komið frá Exeter. Verðmæti vængmannsins hefur aukist hratt síðustu sex mánuði.

Hefur byrjað 21 leik af 25 í deildinni á þessu tímabili, skorað sjö mörk og átt þrjár stoðsendingar. Hann er snöggur, sterkur, og með gott auga fyrir sendingum.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 25 7 6 70 28 +42 82
2 Leicester 37 26 4 7 74 33 +41 82
3 Ipswich Town 38 24 9 5 80 49 +31 81
4 Southampton 36 22 7 7 73 47 +26 73
5 West Brom 38 19 9 10 59 36 +23 66
6 Norwich 38 18 7 13 69 54 +15 61
7 Hull City 37 16 10 11 53 46 +7 58
8 Coventry 37 15 12 10 59 43 +16 57
9 Preston NE 37 16 8 13 49 54 -5 56
10 Middlesbrough 38 16 6 16 53 52 +1 54
11 Cardiff City 38 16 5 17 43 51 -8 53
12 Sunderland 38 14 6 18 48 45 +3 48
13 Watford 38 12 12 14 53 51 +2 48
14 Bristol City 38 13 8 17 42 45 -3 47
15 Swansea 38 12 10 16 48 58 -10 46
16 Millwall 38 11 10 17 36 50 -14 43
17 Blackburn 38 11 9 18 51 64 -13 42
18 Plymouth 38 10 11 17 54 62 -8 41
19 Stoke City 38 11 8 19 35 53 -18 41
20 QPR 38 10 10 18 36 50 -14 40
21 Birmingham 38 10 9 19 42 59 -17 39
22 Huddersfield 38 8 15 15 42 61 -19 39
23 Sheff Wed 38 11 5 22 30 61 -31 38
24 Rotherham 38 3 11 24 30 77 -47 20
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner