Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. janúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Stoke gæti ráðið Sanchez Flores sem stjóra
Quique Sanchez Flores.
Quique Sanchez Flores.
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores kemur til greina sem næsti stjóri Stoke City en BBC heldur þessu fram í dag.

Sanchez Flores er í dag þjálfari Espanyol á Spáni en hann er einn af kostunum sem Stoke er að skoða.

Flores þekkir til á Englandi því hann stýrði Watford á þarsíðasta tímabili.

Stoke er í leit að nýjum stjóra eftir að Mark Hughes var rekinn um síðustu helgi.

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, hefur mest verið orðaður við starfið en nú hefur Sanchez Flores einnig komið í umræðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner