Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tevez dreymir um að fara á HM - Mætir hann Íslandi?
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Carlos Tevez á sér þann draum að spila fyrir argentíska landsliðið á HM í Rússlandi næsta sumar.

Tevez (33) er kominn aftur til Boca Juniors í heimalandinu eftir mjög misheppnaða dvöl hjá Shanghai Shenhua í Kína. Þetta verður í þriðja sinn á ferlinum sem Tevez spilar fyrir uppeldisfélag sitt, Boca.

Tevez er mjög ánægður að vera kominn heim og hefur nú sett sér það markmið að komast aftur í argentíska landsliðið. Hann spilaði síðast fyrir hönd Argentínu fyrir þremur árum síðan.

„Ég á ekki mörg ár eftir í fótboltanum. Að komast á HM, fyrir leikmann á mínum aldri, það væri eitthvað fallegt við það," sagði Tevez við fjölmiðla þegar hann var kynntur til leiks hjá Boca í gær.

Argentína er í riðli á HM með Nígeríu, Króatíu og auðvitað Íslandi. Fyrsti leikur Argentínu er gegn Íslandi í Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner