Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. janúar 2018 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er vinnuferð fyrir Tólfuna"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var greint frá því að Knattspyrnusamband Íslands myndi styrkja Tólfuna vegna HM í Rússlandi í sumar.

KSÍ mun styrkja Tólfuna með þeim hætti að tíu meðlimum úr stuðningsmannasveitinni verður boðið á hvern leik á HM. Þeirra hlutverk er að stjórna stemningunni hjá íslensku stuðningsmönnunum.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að KSÍ liti svo á að um vinnuferð væri að ræða fyrir Tólfuna.

„Þetta er ekki opinn tékki fyrir Tólfuna. Við eigum eftir að hitta Tólfuna og útfæra þetta betur. Þeir þurfa að undirgangast ákveðinn skilyrði af okkur, þetta er ekki skemmtiferð heldur vinnuferð fyrir Tólfuna," sagði hún.

Klara fundar með Tólfunni á næstunni til að ganga frá útfærsluatriðum á samningnum.

Smelltu hér til að sjá innslagið.

Sjá einnig:
KSÍ styrkir Tólfuna á HM - Tíu meðlimum boðið á hvern leik

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner