Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Kaffið.is 
Þór fær miðvörð frá Líberíu á reynslu
Þórsarar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur.
Þórsarar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór hefur fengið miðvörðinn Kelvin Sarkorh á reynslu til sín. Verður hann hjá Akureyrarfélaginu næstu tvær vikurnar.

Sarkorh fæddist í Líberíu en fluttur ungur til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni.

Hann hefur spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Louisburg og UNC Pembroke.

Sarkorh kemur til Akureyrar í gegnum fótboltafyrirtækið Soccerviza sem Guiseppe Funicello, fyrrum leikmaður Þórs og fyrrum þjálfari Vestra, er með umsjón yfir.

Sarkorh mun koma til Þórs þann 16. janúar næstkomandi og mun æfa með liðinu ásamt því að taka þátt í þremur æfingaleikjum.

Þórsarar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur. Félagið hefur samið við framherjana Anthony Powell og Alvaro Monteja Callejo sem kom frá ÍBV. Aftur á móti er Jóhann Helgi Hannesson farinn til Grindavíkur.

Þórsarar, sem enduðu í 6. sæti í Inkasso-deildinni í sumar, hafa einnig fengið varnarmanninn Admir Kubat frá Þrótti Vogum og bakvörðinn Bjarka Þór Viðarsson frá KA.




Athugasemdir
banner