Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. janúar 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Topp tíu - Mesti peningagróði á því að selja stórstjörnu
Zidane hefur átt magnaðan tíma hjá Real Madrid.
Zidane hefur átt magnaðan tíma hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Coutinho er mættur til Barcelona.
Coutinho er mættur til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho yfirgaf Liverpool og fór til Barcelona á dögunum. Liverpool græddi vel fjárhagslega á sölunni þar sem félagið keypti Brasilíumanninn fyrir 8,5 milljónir punda 2013.

Hvaða önnur félög hafa fengið himinháar upphæðir fyrir að selja stórstjörnur. Daily Mail setti saman þennan lista en kaup á unglingaliðsleikmönnum voru ekki tekin með.

10) Everton (2017) - ROMELU LUKAKU
Chelsea – Everton £28m (2014)
Everton – Manchester United £75m (2017)
Tímabil hjá Everton: Þrjú
Gróði = £40m
Lukaku náði ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Chelsea en fór til Everton til að sýna að hann gæti raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni. Það gerði hann.

9) Juventus (2001) - ZINEDINE ZIDANE
Bordeaux – Juventus £3m (1996)
Juventus – Real Madrid £48m (2001)
Tímabil hjá Juventus: Fimm
Gróði = £45m
Valinn besti leikmaður frönsku deildarinnar áður en hann hélt til Ítalíu. Ballon d'Or, tveir úrslitaleikir í Meistaradeildinni og tveir stórir titlar með Frakklandi á tveimur árum.

8) Liverpool (2014) - LUIS SUAREZ
Ajax – Liverpool £22.8m (2011)
Liverpool – Barcelona £75m (2014)
Tímabil hjá Liverpool: Þrjú og hálft
Gróði = £52.2m
Liverpool gerði frábæra hluti með því að krækja í Suarez frá Ajax. Umdeildur en geggjuð frammistað innan vallar vakti athygli Börsunga.

7) Southampton (2018) - VIRGIL VAN DIJK
Celtic – Southampton £13m (2015)
Southampton – Liverpool £75m (2018)
Tímabil hjá Southampton: Tvö og hálft
Gróði = £62m
Southampton og Van Dijk voru saman í eitt og hálft ár. 92 leikir og sjö mörk frá varnarmanninum.

6) Manchester United (2009) - CRISTIANO RONALDO
Sporting Lissabon – Manchester United £17m (2003)
Manchester United – Real Madrid £80m (2009)
Tímabil hjá Manchester United: Sex
Gróði: £63m
Kom á Old Trafford sem táningur með barnsandlit en þróaðist og þroskaðist ansi hratt. Fékk svo draumaskiptin til Real Madrid.

5) Tottenham (2013) - GARETH BALE
Southampton – Tottenham £10m (2007)
Tottenham – Real Madrid £86m (2013)
Tímabil hjá Tottenham: Sjö
Gróði = £76m
Var keyptur til Real Madrid 2013 á það sem var þá metfé.

4) Borussia Dortmund (2017) - OUSMANE DEMBELE
Rennes – Borussia Dortmund £13.5m (2016)
Borussia Dortmund – Barca £94.5m (2017)
Tímabil hjá Dortmund: Eitt
Gróði = £81m
Var aðeins eitt tímabil hjá Dortmund og skilaði 10 mörkum og 20 stoðsendingum í öllum keppnum. Margfaldaðist í verði.

3) Juventus (2016) - PAUL POGBA
Manchester United – Juventus frítt (2012)
Juventus – Manchester United £89m (2016)
Tímabil hjá Juventus: Fjögur
Gróði = £89m
Var ósáttur við lítinn spiltíma hjá United og fór til Juventus þar sem hann blómstraði og vann fjóra Ítalíumeistaratitla í röð. Keyptur aftur til Manchester United fyrir væna upphæð!

2) Liverpool (2018) - PHILIPPE COUTINHO
Inter – Liverpool £8.5m (2013)
Liverpool – Barcelona £145m (2018)
Tímabil hjá Liverpool: Fimm
Gróði = £136.5m
Þróaðist hjá Liverpool út í að vera einn mest spennandi leikmaður Evrópuboltans. Barcelona lagði allt kapp á að fá hann og draumur leikmannsins rættist.

1) Barcelona (2017) - NEYMAR
Santos – Barcelona £49m (2013)
Barcelona – PSG - £198m (2017)
Tímabil hjá Barcelona: Fjögur
Gróði = £149m
Varð dýrasti leikmaður heims og auðvitað skilaði það sér í miklum gróða til Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner