Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 10. janúar 2018 16:10
Elvar Geir Magnússon
Viðtal frá Indónesíu - Rætt við Heimi og Ólaf Inga
Icelandair
Ólafur Ingi á æfingu í Indónesíu.
Ólafur Ingi á æfingu í Indónesíu.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Heimir stýrir æfingu í Indónesíu.
Heimir stýrir æfingu í Indónesíu.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Ólafur Ingi Skúlason er reynslumesti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem er í Indónesíu og mætir heimamönnum á morgun í fyrri vináttulandsleik þjóðanna.

Hann segir að aðstæður í Indónesíu séu allt aðrar en leikmenn Íslands eigi að venjast.

„Þetta er mjög forvitnilegt og allt öðruvísi en við erum vanir. Þetta var langt ferðalag og það er mikill hiti og raki. Þetta er öðruvísi en við erum vanir. Ég hef aldrei upplifað Indónesíu áður og þetta er spennandi," segir Ólafur.

Hann og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, spjölluðu við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, í Indónesíu.

„Þetta hafa verið fínar æfingar, allir með og enginn meiddur. Við þjálfararnir erum mjög ánægðir með strákana á þessum æfingum. Svo sjáum við hvernig orkan í mönnum verður í leiknum á morgun en það er mjög auðvelt að tapa orku í svona veðri," segir Heimir.

Það má kalla þessa Indónesíuferð B-landsliðsverkefni en þarna eru leikmenn sem eru að banka á dyrnar hjá landsliðinu.

„Það eru margir með okkur í fyrsta skipti og mikið sem við ætlum að kenna á stuttum tíma. Það er alltaf erfitt og fundirnir geta verið langir. Ég vona að þetta skili sér. Mér fannst á æfingunni í dag að menn væru búnir að taka inn það sem við höfum farið yfir," segir Heimir.

„Við erum alltaf að leita að leikmönnum sem passa í liðsheildina okkar. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr sterkri liðsheild. Þetta á bæði við um leikmenn sem eru sterkir og góðir utan vallar og inann hans. Svo viljum við líka leikmenn sem hafa eitthvað extra, geta kryddað hópinn og hafa eitthvað að bjóða fyrir utan það að vera góðir liðsmenn."

„Við búumst við því að úr þessum hópi hér verði fjórir til átta leikmenn með okkur í lokahópnum í Rússlandi. Það er undir þeim komið. Það er hálft ár þar til við förum til Rússlands og þetta er fyrsta skrefið fyrir marga."

Meðal leikmanna í hópnum eru strákar úr U21-landsliðinu og er Heimir spenntur að sjá hvernig þeir eru að þróast.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fyrri leikur Íslands í Indónesíu verður á morgun 11:30 en sá seinni verður á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner