Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 10. janúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Wenger situr mögulega aftur hjá garðyrkjumanninum sínum
Wenger verður í stúkunni í kvöld.
Wenger verður í stúkunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tekur út annan leikinn af þremur í
hliðarlínubanni sínu þegar liðið mætir Chelsea í fyrri leiknum í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Hliðarlínubann virkar þannig að Wenger verður að sitja upp í stúku þegar á leik stendur en hann má ræða við leikmenn sína inni í klefa fyrir leik og í hálfleik.

Á síðasta tímabili var Wenger í samskonar banni þegar Arsenal tapaði 3-1 á Stamford Bridge. Heiðursstúkan á leikvanginum er langt frá búningsklefunum og því sat Wenger með stuðningsmönnum síðast til að vera fljótur inn í klefa í hálfleik.

Hann gæti gert slíkt hið sama í kvöld þrátt fyrir að hafa ekki verið ánægður með síðustu upplifun á Stamford Bridge.

„Þetta var slæm reynsla. Ég sat við hliðina á manni sem sagði 'Halló, hvað segir þú?' Ég sagði 'Góða kvöldið.' Þá sagði hann, 'Ég er garðyrkjumaðurinn þinn," sagði Wenger.

„Ég þekkti hann ekki einu sinni. Ég er með stóran garð. Hann er stuðningsmaður Arsenal og mætti á leikinn gegn Chelsea. Þetta var mjög óþægileg reynsla."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner