Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 10. janúar 2018 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Það fór vel um mig - Get ekki kvartað
Wenger sat í blaðamannastúkunni í kvöld.
Wenger sat í blaðamannastúkunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Það fór vel um mig, þetta er besta sætið á vellinum og ég get ekki kvartað. Þetta var ergjandi en ég var nálægt bekknum," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sem sat á meðal blaðamanna í markalausu jafntefli Chelsea og Arsenal í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

„Við stóðum saman í leiknum og gáfum fá færi á okkur. Ég er ánægður með andann og áræðnina í liðinu."

Myndbandsdómgæsla var notuð nokkrum sinnum í leiknum. Í síðasta skipti lét dómarinn leikinn halda áfram áður en hann ráðfærði sig við myndbandsdómarann.

„Mér fannst þetta taka aðeins of langan tíma," sagði Wenger um atvikið undir lokin. Það er skrýtið að þetta sé skoðað tveimur mínútum eftir að þetta gerðist."

Sá franski var svo spurður út í Francis Coquelin og hvort hann væri að fara til Valencia. Svar hans við því var einfalt: „Já."
Athugasemdir
banner
banner