Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 10. febrúar 2015 16:31
Magnús Már Einarsson
Egill Jónsson í Víking Ó. á láni frá KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ólafsvík hefur fengið miðjumanninn Egil Jónsson á láni frá KR.

Lánssamningurinn gildir fram á haust en þetta kemur fram á Twitter síðu Ólafsvíkinga í dag.

Egill er 23 ára gamall en hann er uppalinn hjá KR.

Síðastliðið sumar spilaði Egill tólf leiki með KR í Pepsi-deildinni.

Egill var á láni hjá Selfyssingum hluta sumars 2012 en hann hefur skorað tvö mörk í 55 deildar og bikarleikjum á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner