mið 10. febrúar 2016 21:06
Arnar Geir Halldórsson
Chicharito líklega ekki alvarlega meiddur
Markavél
Markavél
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Bayer Leverkusen voru að vonum áhyggjufullir þegar Javier Hernandez þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í tapleik gegn Werder Bremen í þýska bikarnum í gærkvöldi.

Þeir ættu að geta andað léttar þar sem meiðslin eru talin smávægileg en Chicharito, eins og hann er jafnan kallaður, verður þó ekki með liðinu gegn Darmstadt í Bundesligunni um næstu helgi.

Chicharito hefur verið afar drjúgur í markaskorun síðan hann gekk í raðir Leverkusen frá Man Utd síðasta sumar en hann skoraði einmitt eina mark liðsins í tapinu í gær.

Þessi 27 ára gamli framherji hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í Þýskalandi síðustu þrjá mánuði en hann hefur skorað 10 mörk í síðustu níu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner