Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. febrúar 2016 15:30
Fótbolti.net
Fréttaritarar Fótbolta.net spá fyrir um Englandsmeistara
Claudio Ranieri, stjóri Leicester.
Claudio Ranieri, stjóri Leicester.
Mynd: Getty Images
Verður Petr Cech meistari á fyrsta ári með Arsenal?
Verður Petr Cech meistari á fyrsta ári með Arsenal?
Mynd: Getty Images
Dele Alli hefur slegið í gegn með Spurs.
Dele Alli hefur slegið í gegn með Spurs.
Mynd: Getty Images
Kveður Pellegrini með titli?
Kveður Pellegrini með titli?
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net fékk fréttaritara síðunnar til að spá fyrir um hverjir muni standa uppi sem Englandsmeistarar nú þegar þrettán umferðir eru eftir. Fimmtán manns svöruðu og þar af voru það sex sem spáðu Leicester titlinum.

Arsenal fékk fjögur atkvæði, Tottenham þrjú og Manchester City tvö.



Hafliði Breiðfjörð - Leicester
Þeir hafa ekki sýnt nein merki þess að þeir séu að gefa eftir og á meðan lykilmenn haldast heilir er það ekki að gerast. Leikmenn liðsins virðast hafa meira sjálfstraust en útrásarvíkingar á kókaíni og það eitt mun skila þeim þessum titli.

Magnús Már Einarsson - Leicester
Það væri stórkostlegt fyrir ensku úrvalsdeildina ef Leicester klárar dæmið. Eftir leikinn gegn Arsenal um næstu helgi er leikjaplanið nokkuð þægilegt og sigur á Emirates myndi fara langt með að ganga endanlega frá þessu. Það hjálpar Leicester einnig að geta einbeitt sér að deildinni á meðan önnur lið í toppbaráttunni eru að keppa á fleiri vígstöðum.

Elvar Geir Magnússon - Tottenham
Myndi ekki þora að setja háa fjárhæð undir en það er einhver ára yfir Tottenham. Leicester tekur umræðuna frá Spurs en Pochettino virðist hafa allt á hreinu. Þó það vanti upp á reynsluna er varnarleikur liðsins í toppmálum og Dele Alli reddar þeim ef eitthvað er í vesen.

Gunnar Birgisson - Arsenal
Snýst allt um leikinn um helgina. Arsenal sigur þar og Leicester fer á taugum. Líkurnar á að Tottenham endi fyrir ofan Arsenal eru svipað miklar og að það snjói í helvíti. Man City og Arsenal enda í efstu tveimur og Arsenal vinnur með einu stigi í sögulegri lokaumferð.

Alexander Freyr Einarsson - Leicester
Einhvern tíma verður maður að troða þessum sokk upp í sig og viðurkenna að Leicester er að fara að taka þetta. Sigurinn gegn Manchester City á dögunum var stór yfirlýsing sem sannfærði mig endanlega um að þeir taki þetta. Það magnaða er líka að þeim fataðist aðeins flugið í kringum jól og áramót en í stað þess að hrynja komu þeir aftur inn á fullum krafti.

Arnar Geir Halldórsson - Arsenal
Leicester mun, því miður, fatast flugið og falla niður í þriðja eða fjórða sæti, fyrr en síðar. Tottenham hafa verið frábærir hingað til en liðið er að keppa á þrem vígstöðvum og hefur ekki nægilega breidd til að klára deildina. Man City hefur auðvitað sterkasta liðið á pappírum og að öllum líkindum mun baráttan um enska meistaratitilinn ráðast á Etihad leikvangnum í Manchester þann 7. maí næstkomandi þar sem Arsenal verður í heimsókn.

Takist Arsenal að ná í að minnsta fjögur stig úr næstu tveim leikjum, gegn Leicester og Man Utd á Old Trafford eru þeir orðnir ansi líklegir. Sóknarleikur liðsins á bara eftir að eflast og þá hefur Arsenal besta markvörðinn af þessum fjórum liðum.

Magnús Þór Jónsson - Tottenham
Tottenham vinnur eftir hasarbaráttu við Leicester. Hafa sloppið við alla umræðu, Arsenal eru að detta - Pep málið mun ganga frá City og þeir hafa mannskapinn til að fara á það „run" sem skilar þeim titlinum í lokaumferðinni þegar Leicester nær bara jafntefli við United en Tottenham vinnur uppi í Newcastle.

Jóhann Ingi Hafþórsson - Manchester City
Leicester missir flugið og City með Aguero heilan tekur þetta.

Arnar Daði Arnarsson - Tottenham
Vörn vinnur titla. Allir hressir. Eina.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson - Manchester City
Það er mjög erfitt að segja til um þetta núna, en Þegar fer að líða undir lok tímabils held ég að Tottenham og Leicester falli aðeins úr lestinni og að þetta verði á milli á Manchester City og Arsenal og að lokum verði það City sem verði Englandsmeistari.

Magnús Valur Böðvarsson - Leicester
Óvæntustu meistarar ensku úrvalsdeildarinnar fyrr og síðar. Eru með léttasta leikjaprógrammið eftir, Schmeichel í marki og ævintýri sem á heima í kvikmynd, þetta getur ekki klikkað.

Baldvin Kári Magnússon - Leicester
Liðin í kringum þá eru í mörgum keppnum á meðan Leicester menn hafa deildina og ekkert annað. Þeir geta því undirbúið hvern leik betur á meðan lið eins og Tottenham og City spila Evrópuleik í miðri viku. Sýndi sig bara þegar Liverpool komst sem næst því að vinna deildina hvað það hjálpaði þeim að fá viku hvíld milli leikja. City menn virka áhugalausir og Arsenal mun líklegast finna einhverja leið til að klúðra þessu.

Þórir Karlsson - Leicester
Er búinn að segja í allan vetur að bólan fari að springa en hún hefur ekki gert það enn. Á meðan lykilmenn haldast heilir þá klára þeir þetta.

Aron Elvar Finnsson - Arsenal
Held að Leicester haldi ekki út.

Eyþór Ernir Oddsson - Arsenal
Úrslitin um næstu helgi í Arsenal - Leicester gætu þó haft þau áhrif að spáin mín breytist yfir í að Leicester hreinlega klári þetta ef þeir vinna leikinn.



Spá fréttaritara Fótbolta.net fyrir tímabilið:

1. Chelsea 179 stig
2. Manchester United 167 stig
3. Arsenal 162 stig
4. Manchester City 157 stig
5. Liverpool 143 stig
6. Tottenham 135 stig
7. Everton 135 stig
8. Southampton 117 stig
9. Swansea 101 stig
10. Stoke 95 stig
11. Crystal Palace 89 stig
12. Newcastle 81 stig
13. West Ham 79 stig
14. Aston Villa 58 stig
15. WBA 46 stig
16. Sunderland 40 stig
17. Leicester 39 stig
18. Bournemouth 34 stig
19. Watford 27 stig
20. Norwich 23 stig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner