Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. febrúar 2016 11:00
Elvar Geir Magnússon
Luke Shaw að tapa EM-kapphlaupinu
Shaw virðist vera að missa af EM.
Shaw virðist vera að missa af EM.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw hjá Manchester United er að tapa kapphlaupinu um að verða kominn í fullt stand fyrir Evrópumót landsliða í Frakklandi í sumar. Englendingurinn tvítugi fótbrotnaði í leik í Meistaradeildinni í fyrra og er í endurhæfingu.

Shaw er ekki á lista yfir 40 leikmenn sem landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, ætlar að funda með á morgun. Þó segir Louis van Gaal, stjóri United, vonast til að Shaw muni snúa aftur áður en tímabilinu lýkyr.

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, er hinsvegar á listanum hjá Hodgson sem er ákveðinn í að gefa honum svigrúm til að koma sér í stand eftir meiðsli. Wilshere hefur ekkert leikið á tímabilinu en ætti að snúa aftur í næsta mánuði.

Liðsfélagi hans, sóknarmaðurinn Danny Welbeck, er einnig á lista og Daniel Sturridge hjá Liverpool.

Á fundinum verða spiluð myndbönd úr síðustu landsleikjum og þeir krufnir ásamt því að farið verður ítarlega yfir lokaundirbúninginn fyrir Evrópumótið.

England er með Rússlandi, Slóvakíu og Wales í riðli í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner