mið 10. febrúar 2016 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Segir Arsenal hafa stolið röngum njósnara af Leicester
Mahrez og Vardy hafa slegið í gegn á tímabilinu.
Mahrez og Vardy hafa slegið í gegn á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gary Lineker segir að Arsenal hafi með því að hafa fengið Ben Wrigglesworth í sínar raðir „stolið vitlausum njósnara“ af Leicester.

Fyrr í vikunni var staðfest að Ben Wrigglesworth væri genginn í raðir njósnarateymis Arsenal frá Leicester. Í fréttum af vistaskiptunum var talað um að hann væri maðurinn sem hefði fundið leikmenn á borð við Riyad Mahrez, Jamie Vardy og fleiri.

Lineker, sem hóf feril sinn hjá Leicester, segir það hins vegar ekki vera rétt. Aðstoðarþjálfarinn Steve Walsh sé maðurinn á bakvið frábær leikmannakaup Leicester í gegnum tíðina.

„Ég elska hvernig Arsenal stal röngum njósnara. Steve Walsh er maðurinn sem fann N'Golo Kante, Riyad Mahrez, Jamie Vardy. Allavega fjóra leikmenn," sagði Lineker.

„Ég veit að þegar hann fann Riyad Mahrez var hann sendur til að horfa á annan leikmann og sneri aftur með Mahrez. Hann hefur staðið sig frábærlega og átt stóran þátt í velgengni Leicester."

Athugasemdir
banner
banner
banner