Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. febrúar 2016 17:46
Elvar Geir Magnússon
Telur helmingslíkur að Hjörtur fari til Gautaborgar
Hjörtur Hermanns til Svíþjóðar?
Hjörtur Hermanns til Svíþjóðar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mats Gren, íþróttastjóri Gautaborgar í Svíþjóð, segir að varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hafi heillað menn eftir að hafa æft hjá félaginu til reynslu.

Hjörtur spilaði æfingaleik gegn Molde í Dubai í gær og stóð sig vel.

Gren segir að viðræður um félag Hjartar, PSV Eindhoven í Hollandi, séu í gangi. Þar er rætt um að Hjörtur fari til Gautaborgar á láni með möguleika á að sænska félagið kaupi hann síðan.

Gren segir að málið ætti að skýrast á næstu dögum en hann telur helmingslíkur á að samkomulag náist.

Hjörtur er uppalinn Fylkismaður sem leikur með U21-landsliði Íslands en hann á einn A-landsleik að baki, leikinn gegn Bandaríkjunum í janúar þar sem hann spilaði seinni hálfleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner