Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 10. febrúar 2016 13:11
Elvar Geir Magnússon
Valdes rukkaður þegar hann gefur treyjuna sína
Victor Valdes.
Victor Valdes.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Victor Valdes er á lánssamningi hjá Standard Liege í Belgíu frá Manchester United.

Þessi 34 ára Spánverji þarf að venjast töluvert breyttu umhverfi frá United og Barcelona þar sem hann lék áður.

Hjá Standard Liege er hann rukkaður um 100 evrur (rúmlega 14 þúsund krónur) af félaginu í hvert skipti sem hann gefur treyjuna sína frá sér eftir leiki. Félagið sektar leikmenn sem gefa treyjuna.

Það er mjög há upphæð, sérstaklega í ljósi þess að hægt er að kaupa nýja treyju fyrir lægri upphæð.

Ferill Valdes hefur ekki verið blómlegur síðan hann yfirgaf Börsunga en hjá United var hann algjörlega úti í kuldanum og fór ekki leynt með vanlíðan sína hjá enska stórliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner