Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 10. febrúar 2018 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Breiðablik skoraði sjö gegn ÍR
Gísli skoraði þrennu!
Gísli skoraði þrennu!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 7 - 0 ÍR
1-0 Arnþór Ari Atlason ('19)
2-0 Arnþór Ari Atlason ('39)
3-0 Gísli Eyjólfsson ('41)
4-0 Gísli Eyjólfsson ('46)
5-0 Viktor Örn Margeirsson ('49)
6-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('82)
7-0 Gísli Eyjólfsson ('87)

Breiðablik lék á als oddi í Lengjubikarnum í dag. Kópavogsliðið mætti ÍR í Fífunni og var leikurinn að klárast nú rétt í þessu.

Arnþór Ari Atlason braut ísinn fyrir Blika á 19. mínútu og var hann aftur á ferðinni 20 mínútum síðar. Áður en flautað var til hálfleiks hafði Gísli Eyjólfsson bætti við þriðja markinu.

Gísli, sem var besti maður Blika síðasta sumar, gerði sitt annað mark snemma í seinni hálfleiknum.

Viktor Örn Margeirsson kom Breiðabliki í 5-0 áður en Arnór Gauti Ragnarsson, sem kom frá ÍBV á dögunum, gerði sjötta markið. Títtnefndur Gísli fullkomnaði svo þrennu sína.

Lokatölurnar 7-0 fyrir Breiðablik! Í þessum riðli, ásamt Breiðabliki og ÍR eru KR, KA, Magni og Þróttur.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner