Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   sun 10. mars 2013 15:01
Daníel Freyr Jónsson
England: Gylfi Þór byrjar á Anfield
Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Tottenham sem heimsækir Liverpool í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:00.

Gylfi skoraði gegn Inter í vikunni, en hann hefur nú verið í byrjunarliðinu þrjá leiki í röð enda hefur hann verið að spila frábærlega við hlið hins óstöðvandi Gareth Bale.

Heimamenn stilla upp gríðarlega sterku liði með þá Daniel Sturridge og Luis Suarez í fremstu viglínu, en Philippe Coutinho er fyrir aftan þá. Brad Jones tekur sæti Pepe Reina í markinu sem er ekki einu sinni á bekknum í dag.

Jamie Carragher er í vörninni og leikur hann í dag sinn 500. úrvalsdeildarleik á ferlinum.

Byrjunarlið Liverpool: Jones, Johnson, Enrique, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Downing, Coutinho, Sturridge, Suarez.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Walker, Dawson, Verthongen, Assou-Ekotto, Parker, Livermore, Gylfi Þór, Dembele, Bale, Defoe.
Athugasemdir
banner
banner