Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 10. mars 2017 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Breiðablik fór létt með Þrótt R.
Martin Lund Pedersen skoraði tvö fyrir Blika.
Martin Lund Pedersen skoraði tvö fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 4 Breiðablik
0-1 Willum Þór Willumsson ('16 )
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('26 )
0-3 Martin Lund Pedersen ('67 )
0-4 Martin Lund Pedersen ('82 )

Breiðablik vann öruggan sigur gegn Þrótti Reykjavík í Lengjubikarnum í kvöld, en leikið var í Egilshöll.

Blikar komust yfir á 16. mínútu þegar hinn efnilegi Willum Þór Willumsson skoraði. Höskuldur Gunnlaugsson tvöfaldaði svo forystuna áður en flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum datt Martin Lund Pedersen í gírinn. Hann skoraði þriðja mark Blika á 67. mínútu og batt lokahnút á þennan öfluga sigur með sínu öðru marki eftir undirbúning frá Arnþóri Ara Atlasyni.

Lokatölur urðu 4-0 fyrir Breiðablik, en þeir eru með fimm stig að þremur leikjum loknum í Riðli 4 í A-deild karla. Þróttur er með þrjú stig í fjórða sæti.

Byrjunarlið Þróttar R.: Sindri Geirsson (m), Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f), Hreinn Ingi Örnólfsson, Vilhálmur Pálmason, Aron Þórður Albertsson, Brynjar Jónasson, Birkir Þór Guðmundsson, Sveinbjörn Jónasson, Daði Bergsson, Árni Þór Jakobsson, Rafn Andri Haraldsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m)(f), Oliver Sigurjónsson, Damir Muminovic, Aron Kári Aðalsteinsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Hrvoje Tokic, Davíð Kristján Ólafsson, Willum Þór Willumsson, Martin Lund Pedersen, Andri Rafn Yeoman, Guðmundur Friðriksson.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner