Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. mars 2018 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði skoraði í jafntefli gegn Leeds
Jón Daði kom Reading á bragðið.
Jón Daði kom Reading á bragðið.
Mynd: Getty Images
Cardiff heldur áfram að ná í fín úrslit án Arns.
Cardiff heldur áfram að ná í fín úrslit án Arns.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin spilaði seinni hálfleikinn í markalausu jafntefli.
Hörður Björgvin spilaði seinni hálfleikinn í markalausu jafntefli.
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum þegar lærisveinar Jaap Stam í Reading gerðu jafntefli við Leeds í Championship-deildinni í dag.

Jón Daði kom Reading yfir en Pontus Jansson jafnaði fyrir Leeds fyrir leikhlé. Pablo Hernandez kom Leeds yfir í byrjun seinni hálfleiks en stuttu seinna jafnaði Reading aftur.

Leikurinn endaði 2-2 og er Reading í 19. sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsæti. Leeds er í 13. sæti.

Aron Einar Gunnarsson er enn fjarri góðu gamni og spilaði ekki með Cardiff í 3-2 sigri á Birmingham. Cardiff hefur verið að ná í fín úrslit án Arons og er í öðru sæti. Liðið er farið að pressa á topplið Wolves og er munurinn aðeins þrjú stig. Wolves á þó tvo leiki til góða.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði þá seinni hálfleikinn hjá Bristol City er liðið gerði markalaust jafntefli við Burton.

Öll úrslit dagsins eru hér að neðan.

Burton Albion 0 - 0 Bristol City

Cardiff City 3 - 2 Birmingham
1-0 Nathaniel Mendez-Laing ('12 )
2-0 Craig Bryson ('23 )
3-0 Callum Paterson ('45 )
3-1 Craig Gardner ('54 , víti)
3-2 Maxime Colin ('95)

Hull City 4 - 3 Norwich
1-0 Jackson Irvine ('6 )
1-1 James Maddison ('18 , víti)
1-2 James Maddison ('20 )
1-3 James Maddison ('39 , víti)
2-3 Abel Hernandez ('41 , víti)
3-3 Abel Hernandez ('47 , víti)
4-3 Harry Wilson ('71 )

Ipswich Town 0 - 0 Sheffield Utd

Middlesbrough 3 - 1 Barnsley
1-0 Daniel Ayala ('1 )
2-0 Adama Traore ('18 )
3-0 Patrick Bamford ('53 )
3-1 Kieffer Moore ('58 )

Millwall 1 - 0 Brentford
1-0 George Saville ('1 )

Preston NE 1 - 2 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('69 )
1-1 Sean Maguire ('75 )
1-2 Aleksandar Mitrovic ('90 )

QPR 1 - 0 Sunderland
1-0 Eberechi Eze ('62 )
Rautt spjald: Jason Steele, Sunderland ('49)

Reading 2 - 2 Leeds
1-0 Jon Dadi Bodvarsson ('17 )
1-1 Pontus Jansson ('43 )
1-2 Pablo Hernandez ('56 )
2-2 Eunan O'Kane ('58 , sjálfsmark)

Sheffield Wed 1 - 1 Bolton
1-0 George Boyd ('78 )
1-1 Aaron Wilbraham ('93)

Leikur Aston Villa og Wolves hefst 17:30. Birkir Bjarnason er á varamannabekknum hjá Villa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner