Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um markaðsmál í íslenskum fótbolta.
í þættinum í dag var nýr vinkill, heyrt var í Mate Dalmay, formanni og þjálfara körfuboltaliðs Gnúpverja sem leika í 1. deild karla.
Mate og hans menn hafa náð að skapa stórskemmtilega stemningu í kringum lið sitt með því að fara óhefðbundnar leiðir.
í þættinum í dag var nýr vinkill, heyrt var í Mate Dalmay, formanni og þjálfara körfuboltaliðs Gnúpverja sem leika í 1. deild karla.
Mate og hans menn hafa náð að skapa stórskemmtilega stemningu í kringum lið sitt með því að fara óhefðbundnar leiðir.
Ársmiðar á leiki liðsins eru derhúfur sem fólk mætir svo með á völlinn, boðið er upp á hálfleikssýningar og þá hefur liðið verið áberandi á samskiptamiðlum þar sem léttleikinn er allsráðandi.
Mate opinberaði að fyrir næsta tímabil ætli félagið að fjárfesta í fallbyssu.
Hlustaðu á viðtalið hér að ofan en einnig er heyrt í Magnúsi Hauki Harðarsyni hjá Vængjum Júpíters sem bjóða upp á karókíveislu í Grafarvoginum í kvöld.
Athugasemdir