Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. mars 2018 20:05
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikarinn: Öruggt hjá Fjölni - Bjarni Gunnarsson hetja HK
Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK.
Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Leiknir R. mættust í Lengjubikarnum fyrr í dag en þar voru fjögur mörk skoruð og þeir fyrrnefndu skoruðu þau öll.

Ægir Jarl Jónasson skoraði tvö fyrir Fjölni í fyrri hálfleik, Ísak Óli Helgasson bætti svo við þriðja markinu í upphafi seinni hálfleiks og stuttu síðar kom fjórða markið en það var sjálfsmark.

HK fékk Þór í heimsókn og þar voru skoruð sjö mörk í miklum spennu leik.

Alvaro Montejo Calleja kom gestunum frá Akureyri yfir á 12. mínútu með marki úr vítaspyrnu, Guðni Sigþórsson skoraði annað mark gestanna á 16. mínútu og allt stefndi í að Þór yrði með forystu þegar flautað yrði til loka fyrri hálfleiks.

En svo fór ekki, HK-ingar settu þrjú mörk á síðustu þrettán mínútum fyrri hálfleiks, þeir Ingiberg Ólafur Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Hafsteinn Briem skoruðu þau.

HK með 3-2 forystu í hálfleik en á 61. mínútu jafnaði Guðni Sigþórsson og staðan orðin 3-3, það kom svo sigurmark í leikinn og það skoraði Bjarni Gunnarsson úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Fjölnir 4-0 Leiknir R.
1-0 Ægir Jarl Jónasson ('17)
2-0 Ægir Jarl Jónasson ('44)
3-0 Ísak Óli Helgason ('50)
4-0 sjálfsmark ('55)

HK 4-3 Þór
0-1 Alvaro Montejo Calleja, víti ('12)
0-2 Guðni Sigþórsson ('16)
1-2 Ingiberg Ólafur Jónsson ('32)
2-2 Bjarni Gunnarsson ('42)
3-2 Hafsteinn Briem ('45)
3-3 Guðni Sigþórsson ('61)
4-3 Bjarni Gunnarsson, víti ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner