Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. mars 2018 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noble skellti stuðningsmanni í jörðina - Var að verja sig
Noble lenti í áflogum við stuðningsmann.
Noble lenti í áflogum við stuðningsmann.
Mynd: Getty Images
Mark Noble, fyrirliði West Ham, lenti í áflogum við stuðningsmann þegar West Ham tapaði 3-0 fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessum laugardegi. Stuðningsmenn voru ósáttir og hlupu nokkrir þeirra inn á völlinn til þess að láta leikmenn heyra það.

„Það er vel þekkt að stuðningsmennirnir hafa ekki verið ánægðir í langan tíma, við verðum að vinna leiki til að gera þá ánægða," sagði Noble við blaðamenn eftir leikinn.

„Við hefðum átt að vera 2-0 yfir í fyrri hálfleiknum en um leið og við fengum á okkur mark þá breyttist andrúmsloftið."

„Ég er manneskja og ef einhver kemur upp að mér með ógnandi tilburði þá mun ég verja mig. Margir aðrir leikmenn líka."

Noble skellti stuðningsmanni í jörðina eins og sjá má á myndbandinu sem er hér neðst í fréttinni.

„Ég myndi ekki segja að ég hafi verið í hættu, en þú veist aldrei í þessum heimi. Andrúmsloftið var hræðilegt."

„Ég vona að stuðningsmennirnir séu rólegri núna."

West Ham er í 16. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.



Athugasemdir
banner
banner
banner