Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 10. mars 2018 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Kári sat allan tímann á varamannabekknum
Kári var allan tímann á varamannabekknum.
Kári var allan tímann á varamannabekknum.
Mynd: Getty Images
Patrick Thistle 0 - 0 Aberdeen

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Aberdeen gerði markalaust jafntefli við Patrick Thistle í skosku úrvalsdeildinni.

Þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem Aberdeen mistekst að vinna og eru stuðningsmenn langt frá því að vera sáttir.

Derek McInnes, stjóri Aberdeen, hefur verið harðlega gagnrýndur af stuðningsmönnum fyrir það hvernig hann lagði leikinn upp í dag, töldu margir að hann væri of varnarsinnaður í uppstillingu sinni gegn liði sem er að berjast við falldrauginn.

Aberdeen er í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar.

Fínar líkur eru á því að Kári komi aftur inn í næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner