Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. mars 2018 18:34
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
West Ham kallar til neyðarfundar eftir lætin í dag
Frá London vellinum í dag.
Frá London vellinum í dag.
Mynd: Getty Images
Það er alveg óhætt að segja að stemmningin á heimavelli West Ham í dag hafi verið mjög slæm, ekki nóg með það að liðið tapaði 0-3 fyrir Burnley þá voru stuðningsmenn heimaliðsins einnig með læti.

Stuðningsmenn West Ham voru ekki sáttir með liðið sitt og hlupu inn á völlinn til að láta sína menn heyra það.

Kallað hefur verið til neyðarfundar með öllum þeim aðilum sem koma að London vellinum, heimavelli West Ham. Rannsókn er einnig hafin á því sem átti sér stað í dag í fyrrnefndri viðureign.

Burnley skoraði mörkin þrjú í seinni hálfleik, þeir Ashley Barnes og Chris Wood sáu um markaskorun en Wood skoraði tvö þeirra.



Athugasemdir
banner
banner
banner