Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 10. apríl 2015 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: FH í 8-liða úrslit - Kristján Flóki skoraði
Kristján Flóki Finnbogason skoraði í endurkomunni
Kristján Flóki Finnbogason skoraði í endurkomunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 3 FH
0-1 Steven Lennon ('19 )
0-2 Sigurður Gísli Snorrason ('43 )
0-3 Kristján Flóki Finnbogason ('63 )
1-3 Viktor Jónsson ('70 )
2-3 Viktor Jónsson ('81 )

FH kom sér í 8-liða úrslit A-deild Lengjubikarsins í kvöld með því að sigra Þrótt 2-3 á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason skoraði í sínum fyrsta leik eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum.

Steven Lennon kom gestunum yfir með góðu marki áður en hinn ungi og efnilegi, Sigurður Gísli Snorrason, skoraði glæsilegt mark eftir einleik.

Kristján Flóki var næstu í röðinni en hann skoraði um miðjan síðari hálfleikinn. Þróttar komust aftur inn í leikinn með því að skora tvö mörk en það dugði þó ekki til og sigur FH-inga staðreynd en liðið er komið í 8-liða úrslit Lengjubikarsins.

FH endaði í þriðja sæti í riðli 1 með 15 stig en liðið endaði með besta árangur í 3. sæti bikarsins. Liðið fer upp úr riðlinum ásamt Fylki og Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner