Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 10. apríl 2017 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Eyjamenn gestir í útvarpinu: Höfum ekki áhuga á fallbaráttu
Hafsteinn og Jónas.
Hafsteinn og Jónas.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jónas í leik með færeyska landsliðinu.
Jónas í leik með færeyska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafsteinn Briem fagnar marki sínu gegn Breiðabliki í fyrra.
Hafsteinn Briem fagnar marki sínu gegn Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaj Leo í baráttunni.
Kaj Leo í baráttunni.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn ÍBV voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn, miðvörðurinn Hafsteinn Briem og færeyski landsliðsbakvörðurinn Jónas Þór Næs.

Hafsteinn var besti leikmaður ÍBV í fyrra en Jónas, sem lék með Val 2011-2013, gekk í raðir Eyjamanna í vetur eftir að hafa leikið heima í Færeyjum síðustu ár.

„Við strákarnir sem erum í bænum yfir veturinn æfum þá með Álftanesi. Við erum að hitta strákana í Eyjum yfir helgarnar þegar það eru leikir. Þetta er venjulega klukkutími fyrir leik og svo klukkutími eftir leik og svo er bara kvatt," segir Hafsteinn.

Lífið í Vestmannaeyjum líkt lífinu í Færeyjum
Jónas segir að Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, hafi hringt í sig og spurt hvort hann væri til í að koma aftur til Íslands. Kristján þjálfaði Jónas hjá Val.

„Mér líkaði mjög vel við Ísland þegar ég var hérna síðast. Ef ég ætlaði aftur í ævintýri hérna þá var þetta rétti tímapunkturinn þar sem ég er orðinn þrítugur. Fjölskyldan kemur á mánudaginn og þá byrjar veislan," segir Jónas sem segir að lífið í Vestmannaeyjum sé mjög líkt lífinu í Færeyjum.

„Það eru fjöll um allt og fólkið er mjög líkt líka, mjög vinalegt fólk og auðvelt að komast í samfélagið. Ég er fjölskyldumaður og það er mjög gott fyrir fjölskyldu að vera þarna."

Uppgangurinn í fótboltanum í Færeyjum hefur verið mikill. Gervigrasvellir hafa sprottið upp um allar eyjarnar og landsliðið er orðið samkeppnishæfara.

„Þetta er orðið miklu betra en það er mikil þörf á að fá höll eins og Egilshöllina í Færeyjum. Það hefur verið uppgangur síðan 2010 og liðið á uppleið upp FIFA-listann," segir Jónas en Færeyjar eru meðal annars fyrir ofan Noreg.

„Norðmenn eru fúlir yfir því að vera á eftir Færeyjum. Við erum lítið að hugsa út í það."

Ferillinn var á krossgötum
Hafsteinn, sem er uppalinn hjá HK, segir að það hafi verið mjög gaman að vera hjá ÍBV. Hann er að fara í sitt þriðja tímabil hjá félaginu.

„Það er gaman að kynnast því fyrir svona gaur eins og mig sem er alinn upp í Kópavoginum og búinn að búa þar alltaf að taka þetta skref. Ég sé ekki eftir því. Þetta hefur verið skemmtilegur tími þó gengið hafi verið upp og niður. Það er gott að vera í Eyjum," segir Hafsteinn sem tekur undir að skrefið til ÍBV hafi gert ferli hans mjög gott.

„Eftir tímabilið hjá Fram var ég á krossgötum með minn feril, það hafði ekki gengið sem skildi og vonir gerðu ráð fyrir. Þetta var minn síðasti séns að gera eitthvað á mínum ferli. Ég náði að rífa mig í gang og það hefur gengið vel síðustu ár. Ég sé alls ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun."

Unnið í að bæta sóknarleikinn
Varnarleikurinn var ekki vandamál hjá ÍBV í fyrra. Erfiðleikarnir voru á hinum enda vallarins.

„Akkilesarhæll okkar í fyrra var að við skoruðum ekki nægilega mörg mörk. En við höfum fengið Arnór Gauta (Ragnarsson) sem er ungur strákur sem stóð sig vel með U21-landsliðinu um daginn. Við þurfum að kafa ofan í þennan sóknarleik og gera þetta öðruvísi en við höfum gert," segir Hafsteinn.

Hann segir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari, sé kominn í gott stand eftir meiðsli.

„Hann hefur misst eitthvað af hraðanum sem hann hafði en hann er með þessi gæði sem fáir leikmenn á Íslandi eru með," segir Hafsteinn.

Jónas var spurður út í annan sóknarleikmann, landa sinn Kaj Leo í Bartalsstovu sem lék með FH í fyrra en fékk ekki stórt hlutverk.

„Ég hef mikla trú á Kaj Leo," segir Jónas. „Hann er örvfættur og með góða tækni, hann er góður einn gegn einum. Hann er með góð skot og góðar fyrirgjafir. Honum hefur vantað traust frá þjálfurum sínum síðustu ár og ekki fengið marga heila leiki. Það er mikilvægt fyrir hann að þjálfarinn hefur trú á honum."

Hafsteinn segist vonast til að Eyjamenn verði lausir frá fallbaráttunni í sumar.

„Við vonumst til að vera eitt af þeim liðum sem koma á óvart. Við höfum ekki áhuga á að vera í þessari fallbaráttu sem liðið hefur verið í síðustu ár. Við vonumst til að vera í efri helmingnum. Í æfingaferðinni sem við fórum í vorum við að vinna með sóknarleikinn og ég er að vona það að þetta bera einhvern ávöxt í sumar. Breiddin er meiri í dag en hún hefur verið þessi ár sem ég hef verið," segir Hafsteinn.

Hægt er að hlusta á viðtalið við þá félaga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner