Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. apríl 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli að þroskast: Ákvað að bregðast ekki við
Mynd: Getty Images
Dele Alli segist vera búinn að þroskast upp úr því að leyfa andstæðingum að taka sig úr jafnvægi.

Alli átti fínan leik gegn Stoke um helgina og sagðist vera stoltur af sjálfum sér fyrir að hafa ekki fallið í gildru sem Ryan Shawcross, varnarmaður Stoke, reyndi að leggja fyrir hann.

„Ég hef verið að reyna að bæta ákveðna hluti, einn af þeim er að halda haus. Þegar Shawcross tæklaði mig í byrjun vissi ég nákvæmlega hvað hann var að reyna," sagði Alli.

„Hann er fínn náungi en hann er mjög agressívur leikmaður, þannig ég ákvað að bregðast ekki við. Ég spilaði minn eigin leik og er mjög ánægður með útkomuna."

Alli var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir tveimur árum þegar hann kýldi Claudio Yacob, miðjumann West Brom, í magann í hefndarskyni.

Alli segist átta sig á því að hann sé skapstór og hann sé að gera sitt besta til að fá ekki fleiri rauð spjöld eða leikbönn.
Athugasemdir
banner
banner
banner