Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. apríl 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Fóru hálfan hnöttinn fyrir markalaust jafntefli
Mynd: Getty Images
Rússland er stærsta land í heimi og þekur stóran hluta Evrópu og Asíu. HM verður haldið þar í sumar en engir leikir verða spilaðir í Asíuhluta landsins.

Það á þó ekki við þegar leikið er í deildarkeppnum landsins eins og leikmenn Baltika Kalíníngrad komust að um helgina. Þeir þurftu að ferðast hálfan hnöttinn til að mæta Luch-Energiya í B-deildinni.

Baltika er lið í Kalíníngrad, sem er borg í rússnesku yfirráðasvæði á milli Póllands og Litháen. Kalíníngrad er vestasti partur Rússlands.

Luch er í Vladivostok, sem er einn af austustu hlutum Rússlands. Borgin er rétt fyrir norðan Norður-Kóreu, rúmlega tíu þúsund kílómetrum frá Kalíníngrad ef farið er á bíl. Vegalengdin með flugi er rétt undir 7500 kílómetra.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en það tekur minnst 8 tíma að fara aðra leið með flugi.

Baltika er í fjórða sæti B-deildarinnar, fjórtán stigum frá toppbaráttuni. Luch situr í því sextánda, með 32 stig eftir 31 umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner