Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 10. apríl 2018 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard: Liverpool hafði heppnina með sér
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, segir að sitt gamla félag hafi verið heppið að fara ekki 2-0 undir í hálfleikinn gegn Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir City en Liverpool kom til baka í seinni hálfleiknum og vann 2-1, einvígið samanlagt 5-1. Liverpool er þar með komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

En hlutirnir hefðu getað farið á annan veg fyrir Liverpool því mark var tekið af Man City rétt fyrir hlé. Leroy Sane skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar ekki rangstæða þar sem boltinn fór til Sane af James Milner.

Gerrard segir að heppnin hafi verið með Liverpool þarna.

„Þetta var risastór ákvörðun," sagði Gerrard. „Það eru svona hlutir sem þurfa að detta með þér."

„Um leið og ég sá línuvörðinn flagga þá hugsaði ég með mér að Liverpool hefði haft heppnina með sér þarna."

Frank Lampard og Gerrard voru sérfræðingar í kringum leikinn BT Sport. Um atvikið sagði Lampard: „Þetta átti að vera mark. Boltinn kemur af James Milner, ekki af leikmanni Manchester City."

Pep Guardiola var brjálaður eftir atvikið og lét reka sig upp í stúku. Til að sjá hvað hann hafði að segja eftir leik, smelltu hér.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner