Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   þri 10. apríl 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs í Færeyjum: Það má velta fyrir sér þrefaldri umferð
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er mættur til Færeyja til að fylgjast með leik Íslands og Færeyja í undankeppni HM kvenna en flautað var til leiks klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Þórsvelli sem er glæsilegur gervigrasvöllur í Færeyjum. Guðni er búinn að skoða hann vel.

„Það er mikill metnaður í þessu verkefni. Þeir ætla að endurbyggja stúku hérna og þá er þetta þéttur og góður völlur sem tekur 5000 manns. Þeir eru að gera þetta vel finnst mér," sagði Guðni við Fótbolta.net í Færeyjum í dag.

„Það er góð aðstaða fyrir áhorfendur og hér eru líka skrifstofur og fleira. Þeir hafa gert þetta að fagmennsku. Þeir hafa sýnt okkur ýmislegt sem þeir eru að gera vel og færeyskur fótbolti er á góðum stað."

Færeyska úrvalsdeildin hófst í mars en þar er spiluð þreföld umferð í tíu liða deild, samtals 27 leikir. Gæti Ísland fjölgað gervigrasvöllum og byrjað mótið á slíku undirlagi?

„Einhverjir hafa velt því fyrir sér að hafa þrefalda umferð og það má velta því fyrir sér og jafnvel prófa sig eitthvað áfram. Ég er af þeirri kynslóð að ég er hrifinn af náttúrulegu grasi en gervigrasið býður upp á annars konar og meiri nýtingu og auðvitað á það vel við íslenskar aðstæður að mörgu leyti. Við erum með góða blöndu af náttúrulegu og gervigrasi eins og er en ég á von á því að við eigum eftir að sjá fleiri keppnisvelli með gevigrasi á Íslandi."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner