þri 10. apríl 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Getur Liverpool haldið út?
Mynd: Getty Images
Verðandi Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Liverpool í einum eftirvæntasta leik tímabilsins.

Liverpool hafði betur í fyrri leiknum á Anfield með þremur mörkum gegn engu. City á því heljarinnar verkefni fyrir höndum til að komast áfram.

Danilo, Benjamin Mendy og John Stones eru tæpir í liði City en gestirnir frá Liverpool eru vængbrotnir og án nokkurra lykilmanna.

Emre Can, Adam Lallana, Joe Gomez og Joel Matip eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla og þá er Jordan Henderson í banni vegna uppsafnaðra spjalda.

Vinstri bakverðirnir Alberto Moreno og Andrew Robertson eru tæpir, rétt eins og Mohamed Salah, stórstjarna liðsins. Salah gerði vel á æfingu í gær og bendir flest til þess að hann byrji í kvöld.

Roma á einnig gífurlega verkefni fyrir höndum eftir 4-1 tap á Nývangi fyrir viku.

Leikir kvöldsins:
18:45 Man City - Liverpool (Stöð 2 Sport)
18:45 Roma - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner