Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. apríl 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paolo Maldini íhugar starf hjá landsliðinu
Maldini er lifandi goðsögn í ítalska knattspyrnuheiminum.
Maldini er lifandi goðsögn í ítalska knattspyrnuheiminum.
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini er einn ástsælasti leikmaður ítalskrar knattspyrnusögu og lék 126 A-landsleiki á sínum tíma.

Maldini lék ýmist sem vinstri bakvörður eða miðvörður og var fyrirliði Ítalíu í átta ár. Maldini var eins klúbbs maður og spilaði fyrir Milan í 24 ár.

Alessandro Costacurta ólst upp með og var samherji Maldini til margra ára bæði hjá Milan og í landsliðinu. Þeir eru mjög góðir vinir og starfar sá fyrrnefndi fyrir ítalska knattspyrnusambandið í dag.

„Ég er búinn að spjalla við Costacurta um starf með landsliðinu og ég verð að viðurkenna að þetta er mjög freistandi. Það er erfitt að segja nei," sagði Maldini við Sky Italia.

„Það er sérstaklega erfitt að segja nei við vin eins og Billy (Costacurta). Vandamálið er að við vitum ekki hvernig skammtímamarkmið landsliðsins verður.

„Að mínu mati ætti að ráða þjálfara sem leggur áherslu á að byggja upp framtíðarlið, en á sama tíma verðum við að tryggja okkur sæti á EM 2020."


Maldini segir ítalska landsliðið ekki vera annars flokks lið en viðurkennir að það á ansi langt í land til að geta veitt stærstu knattspyrnuþjóðum heims alvarlega samkeppni.

„Ég myndi ekki segja að landsliðið okkar sé í B-flokki en við erum langt á eftir bestu þjóðunum. Við þurfum að einbeita okkur að kerfinu og gera það betra svo það framleiði fleiri unga og hæfileikaríka Ítala."
Athugasemdir
banner
banner
banner