Það var ekki mikið sem gerðist í tíðindalitlum leik Skagamanna gegn Selfyssingum í fyrstu umferð 1. deildarinnar í ár.
Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, og eins og má sjá hér fyrir ofan fengu bæði lið góð tækifæri til að skora en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, og eins og má sjá hér fyrir ofan fengu bæði lið góð tækifæri til að skora en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Skagamenn byrja því tímabilið vel eftir lélegt sumar í Pepsi-deildinni í fyrra en Selfyssingar þurfa að gera betur vilji þeir vera viðriðnir toppbaráttuna, sem þeir voru ekki í fyrra.
Tímabilið hjá Selfyssingum byrjaði á útileik gegn Skagamönnum sem eru nýkomnir úr Pepsi-deildinni en annar leikur tímabilsins er útileikur gegn Ólafsvíkingum sem eru einnig nýfallnir.
Skagamenn heimsækja Grindvíkinga í spennandi leik í næstu umferð.
Athugasemdir