Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   þri 10. maí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA spilari skrifar undir samning við West Ham
FIFA spilarinn Sean Allen er búinn að skrifa undir samning við enska knattspyrnufélagið West Ham United.

Sean Allen er 24 ára gamall og lenti í 2. sæti á HM í FIFA fyrr á árinu. Allen er þekktur sem Dragonn í FIFA heiminum og hefur fengið úthlutaða treyju númer 50 hjá félaginu.

Dragonn mun því auglýsa West Ham á öllum opinberum FIFA mótum sem hann tekur þátt í.

Sean 'Dragonn' er annar breski FIFA spilarinn sem kemst á atvinnumannasamning eftir að David 'Bytheway' samþykkti samningstilboð frá Wolfsburg í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner