þri 10. maí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA spilari skrifar undir samning við West Ham
Sean 'Dragonn' Allen er til vinstri á myndinni eftir að hafa tapað úrslitaleik HM í FIFA.
Sean 'Dragonn' Allen er til vinstri á myndinni eftir að hafa tapað úrslitaleik HM í FIFA.
Mynd: Getty Images
FIFA spilarinn Sean Allen er búinn að skrifa undir samning við enska knattspyrnufélagið West Ham United.

Sean Allen er 24 ára gamall og lenti í 2. sæti á HM í FIFA fyrr á árinu. Allen er þekktur sem Dragonn í FIFA heiminum og hefur fengið úthlutaða treyju númer 50 hjá félaginu.

Dragonn mun því auglýsa West Ham á öllum opinberum FIFA mótum sem hann tekur þátt í.

Sean 'Dragonn' er annar breski FIFA spilarinn sem kemst á atvinnumannasamning eftir að David 'Bytheway' samþykkti samningstilboð frá Wolfsburg í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner