Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 10. maí 2017 16:31
Magnús Már Einarsson
Jón Ingason í Grindavík (Staðfest)
Jón Ingason.
Jón Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur fengið varnarmanninn Jón Ingason til liðs við sig frá ÍBV.

Jón rifti samningi við ÍBV eftir síðasta tímabil og æfði bæði með Víkingi R. og Grindavík í vetur.

Á endanum ákvað Jón að gera nýjan samning við ÍBV en hann hefur hins vegar ekki verið ofarlega í goggunarröðinni í byrjun móts.

Jón lék 20 leiki í Pepsi-deildinni með ÍBV í fyrra en hann var ekki í leikmannahópi Eyjamanna í fyrsta leik gegn Fjölni á dögunum. Á sunnudaginn kom hann inn á sem varamaður gegn Stjörnunni.

Hinn 21 árs gamli Jón hefur nú gengið í raðir Grindavíkur en hann getur spilað sinn fyrsta leik gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudag.

Jón leikur með Grindvíkingum fram í ágúst en þá mun hann fara til Bandaríkjanna í háskóla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner