Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 10. maí 2017 22:23
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára: Þetta var eitt skref af mörgum
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld
Sonný hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægð. Þetta voru ágætlega erfiðar aðstæður en við unnum vel úr þeim. Við héldum bolta niðri og spiluðum bara okkar leik. Við náðum marki snemma, það skiptir máli, og við vorum bara flottar,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem hélt hreinu í sigrinum mikilvæga á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Blikar spiluðu fyrri hálfleik með vindinn í bakið og voru með eins marks forystu í hálfleik. Eitt mark er lítill munur gegn eins sterkum mótherjum og Valsliðið er en Sonný segir að Breiðablik hafi ekki ætlað sér að leggjast til baka og verja fenginn hlut í síðari hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að fara að halda einu né neinu. Við ætluðum bara að halda áfram og klára leikinn.“

„Þær voru að fá hornspyrnur og voru alltaf að ógna markinu. Þetta var náttúrulega erfitt. Vindurinn var mikill og svona. En við vörðumst bara vel og vorum flottar í dag.“


Sonný átti sjálf stórgóðan leik. Hún hélt öllum boltum sem á hana komu og spyrnurnar hennar voru góðar. Þá átti hún tvær sérstaklega mikilvægar vörslur í stöðunni 1-0 og kom þannig í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn.

„Maður reynir bara að verja og vera fyrir. Þetta var bara fín sko. Það þýðir ekkert að stressa sig. Þá fer maður bara að gera mistök og eitthvað,“ sagði Sonný sem ætlar ekki fram úr sér og segir sigurinn bara verið eitt lítið skref í átt að titilinum.

„Þetta verður erfitt mót alveg fram í lokaumferð en þetta er bara eitt skref af mörgum og bara áfram gakk.“
Athugasemdir
banner