Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 10. maí 2017 22:23
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára: Þetta var eitt skref af mörgum
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld
Sonný hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægð. Þetta voru ágætlega erfiðar aðstæður en við unnum vel úr þeim. Við héldum bolta niðri og spiluðum bara okkar leik. Við náðum marki snemma, það skiptir máli, og við vorum bara flottar,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem hélt hreinu í sigrinum mikilvæga á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Blikar spiluðu fyrri hálfleik með vindinn í bakið og voru með eins marks forystu í hálfleik. Eitt mark er lítill munur gegn eins sterkum mótherjum og Valsliðið er en Sonný segir að Breiðablik hafi ekki ætlað sér að leggjast til baka og verja fenginn hlut í síðari hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að fara að halda einu né neinu. Við ætluðum bara að halda áfram og klára leikinn.“

„Þær voru að fá hornspyrnur og voru alltaf að ógna markinu. Þetta var náttúrulega erfitt. Vindurinn var mikill og svona. En við vörðumst bara vel og vorum flottar í dag.“


Sonný átti sjálf stórgóðan leik. Hún hélt öllum boltum sem á hana komu og spyrnurnar hennar voru góðar. Þá átti hún tvær sérstaklega mikilvægar vörslur í stöðunni 1-0 og kom þannig í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn.

„Maður reynir bara að verja og vera fyrir. Þetta var bara fín sko. Það þýðir ekkert að stressa sig. Þá fer maður bara að gera mistök og eitthvað,“ sagði Sonný sem ætlar ekki fram úr sér og segir sigurinn bara verið eitt lítið skref í átt að titilinum.

„Þetta verður erfitt mót alveg fram í lokaumferð en þetta er bara eitt skref af mörgum og bara áfram gakk.“
Athugasemdir
banner