Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mið 10. maí 2017 22:23
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára: Þetta var eitt skref af mörgum
Sonný hélt hreinu í kvöld
Sonný hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægð. Þetta voru ágætlega erfiðar aðstæður en við unnum vel úr þeim. Við héldum bolta niðri og spiluðum bara okkar leik. Við náðum marki snemma, það skiptir máli, og við vorum bara flottar,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem hélt hreinu í sigrinum mikilvæga á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Blikar spiluðu fyrri hálfleik með vindinn í bakið og voru með eins marks forystu í hálfleik. Eitt mark er lítill munur gegn eins sterkum mótherjum og Valsliðið er en Sonný segir að Breiðablik hafi ekki ætlað sér að leggjast til baka og verja fenginn hlut í síðari hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að fara að halda einu né neinu. Við ætluðum bara að halda áfram og klára leikinn.“

„Þær voru að fá hornspyrnur og voru alltaf að ógna markinu. Þetta var náttúrulega erfitt. Vindurinn var mikill og svona. En við vörðumst bara vel og vorum flottar í dag.“


Sonný átti sjálf stórgóðan leik. Hún hélt öllum boltum sem á hana komu og spyrnurnar hennar voru góðar. Þá átti hún tvær sérstaklega mikilvægar vörslur í stöðunni 1-0 og kom þannig í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn.

„Maður reynir bara að verja og vera fyrir. Þetta var bara fín sko. Það þýðir ekkert að stressa sig. Þá fer maður bara að gera mistök og eitthvað,“ sagði Sonný sem ætlar ekki fram úr sér og segir sigurinn bara verið eitt lítið skref í átt að titilinum.

„Þetta verður erfitt mót alveg fram í lokaumferð en þetta er bara eitt skref af mörgum og bara áfram gakk.“
Athugasemdir
banner
banner
banner