Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 10. maí 2017 22:23
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára: Þetta var eitt skref af mörgum
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld
Sonný hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægð. Þetta voru ágætlega erfiðar aðstæður en við unnum vel úr þeim. Við héldum bolta niðri og spiluðum bara okkar leik. Við náðum marki snemma, það skiptir máli, og við vorum bara flottar,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem hélt hreinu í sigrinum mikilvæga á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Blikar spiluðu fyrri hálfleik með vindinn í bakið og voru með eins marks forystu í hálfleik. Eitt mark er lítill munur gegn eins sterkum mótherjum og Valsliðið er en Sonný segir að Breiðablik hafi ekki ætlað sér að leggjast til baka og verja fenginn hlut í síðari hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að fara að halda einu né neinu. Við ætluðum bara að halda áfram og klára leikinn.“

„Þær voru að fá hornspyrnur og voru alltaf að ógna markinu. Þetta var náttúrulega erfitt. Vindurinn var mikill og svona. En við vörðumst bara vel og vorum flottar í dag.“


Sonný átti sjálf stórgóðan leik. Hún hélt öllum boltum sem á hana komu og spyrnurnar hennar voru góðar. Þá átti hún tvær sérstaklega mikilvægar vörslur í stöðunni 1-0 og kom þannig í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn.

„Maður reynir bara að verja og vera fyrir. Þetta var bara fín sko. Það þýðir ekkert að stressa sig. Þá fer maður bara að gera mistök og eitthvað,“ sagði Sonný sem ætlar ekki fram úr sér og segir sigurinn bara verið eitt lítið skref í átt að titilinum.

„Þetta verður erfitt mót alveg fram í lokaumferð en þetta er bara eitt skref af mörgum og bara áfram gakk.“
Athugasemdir
banner