Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mið 10. maí 2017 22:23
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára: Þetta var eitt skref af mörgum
Kvenaboltinn
Sonný hélt hreinu í kvöld
Sonný hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Ég er mjög ánægð. Þetta voru ágætlega erfiðar aðstæður en við unnum vel úr þeim. Við héldum bolta niðri og spiluðum bara okkar leik. Við náðum marki snemma, það skiptir máli, og við vorum bara flottar,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem hélt hreinu í sigrinum mikilvæga á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Blikar spiluðu fyrri hálfleik með vindinn í bakið og voru með eins marks forystu í hálfleik. Eitt mark er lítill munur gegn eins sterkum mótherjum og Valsliðið er en Sonný segir að Breiðablik hafi ekki ætlað sér að leggjast til baka og verja fenginn hlut í síðari hálfleik.

„Við töluðum um það í hálfleik að við værum ekki að fara að halda einu né neinu. Við ætluðum bara að halda áfram og klára leikinn.“

„Þær voru að fá hornspyrnur og voru alltaf að ógna markinu. Þetta var náttúrulega erfitt. Vindurinn var mikill og svona. En við vörðumst bara vel og vorum flottar í dag.“


Sonný átti sjálf stórgóðan leik. Hún hélt öllum boltum sem á hana komu og spyrnurnar hennar voru góðar. Þá átti hún tvær sérstaklega mikilvægar vörslur í stöðunni 1-0 og kom þannig í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn.

„Maður reynir bara að verja og vera fyrir. Þetta var bara fín sko. Það þýðir ekkert að stressa sig. Þá fer maður bara að gera mistök og eitthvað,“ sagði Sonný sem ætlar ekki fram úr sér og segir sigurinn bara verið eitt lítið skref í átt að titilinum.

„Þetta verður erfitt mót alveg fram í lokaumferð en þetta er bara eitt skref af mörgum og bara áfram gakk.“
Athugasemdir
banner