„Ég er mjög sátt. Við börðumst eins og ljón og það skilaði sér alveg“, sagði Svava Rós Guðmundsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 3-0 sigur á Val. Svava átti stórleik í kvöld. Lagði upp tvö mörk og skoraði eitt.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Valur
Það blés rækilega á vellinum en Svava Rós vildi ekki gera of mikið úr því.
„Við náðum að halda boltanum vel og halda honum niðri. Það var smá erfitt að hlaupa á móti vindi en það bara gerist eins og það gerist.“
Blikar leiddu 1-0 í hálfleik og það mátti búast við því að það myndi liggja þungt á þeim í síðari á móti vindi. Hvað var lagt upp með í hálfleik?
„Við ákváðum að koma bara ennþá sterkari í seinni hálfleik. Bara vinna boltann og alla bolta sem tapast. Það gekk,“ sagði hógvær Svava sem vildi lítið gera úr eigin afrekum. Sagðist vera ánægð með sitt framlag en benti á að það hefði þó verið liðið sem hefði landað sigrinum.
Hægt er að horfa á allt viðtalið við Svövu Rós í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir