Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 10. maí 2017 22:08
Mist Rúnarsdóttir
Svava Rós: Smá erfitt að hlaupa á móti vindi
Kvenaboltinn
Svava Rós skoraði og lagði upp tvö í toppslagnum
Svava Rós skoraði og lagði upp tvö í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er mjög sátt. Við börðumst eins og ljón og það skilaði sér alveg“, sagði Svava Rós Guðmundsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 3-0 sigur á Val. Svava átti stórleik í kvöld. Lagði upp tvö mörk og skoraði eitt.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Valur

Það blés rækilega á vellinum en Svava Rós vildi ekki gera of mikið úr því.

„Við náðum að halda boltanum vel og halda honum niðri. Það var smá erfitt að hlaupa á móti vindi en það bara gerist eins og það gerist.“

Blikar leiddu 1-0 í hálfleik og það mátti búast við því að það myndi liggja þungt á þeim í síðari á móti vindi. Hvað var lagt upp með í hálfleik?

„Við ákváðum að koma bara ennþá sterkari í seinni hálfleik. Bara vinna boltann og alla bolta sem tapast. Það gekk,“ sagði hógvær Svava sem vildi lítið gera úr eigin afrekum. Sagðist vera ánægð með sitt framlag en benti á að það hefði þó verið liðið sem hefði landað sigrinum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Svövu Rós í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner