Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 10. maí 2018 12:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carvalhal verður ekki stjóri Swansea á næsta tímabili
Carvalhal byrjaði frábærlega með Swansea en gengið dalaði mjög snögglega.
Carvalhal byrjaði frábærlega með Swansea en gengið dalaði mjög snögglega.
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal verður ekki stjóri Swansea á næstu leiktíð. BBC og aðrir enskir miðlar greina frá þessu í dag.

Eftir tap á móti Southampton á heimavelli, og jafntefli Huddersfield gegn Chelsea í gær, er það nánast orðið ljóst að Swansea muni falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Swansea þarf að vinna Stoke á meðan Southampton þarf að tapa á móti Manchester City. Það er alls ekki ólíklegt að það akkúrat gerist en það þarf að vera 10 marka sveifla á milli liðanna.

Carvalhal tók við Swansea í lok desember eftir að hafa verið rekinn frá Sheffield Wednesday. Swansea byrjaði mjög vel en gengið hefur dalað mjög eftir því sem liðið hefur á.

Samningur hans endar eftir tímabilið og hafði hann verið í viðræðum við nýjan samning en nú er sagt að stjórn Swansea hafi ekki ákveðið að framlengja við hann eftir átta leiki án sigurs.

Swansea þarf þá að finna einhvern til að stýra liðinu, væntanlega í Championship-deildinni á næsta tímabili. Fyrsta nafnið sem er komið upp í umræðuna er Chris Coleman, sem rekinn var frá Sunderland á dögunum. Coleman lék með Swansea á leikmannaferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner