Man Utd þreifar á leikmönnum Palace - Osimhen bíður eftir tilboði frá Arsenal - Fulham reynir við Smith Rowe
   fös 10. maí 2024 23:48
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Augnablik og Kári unnu bæði - ÍH skoraði fimm í Árbæ
ÍH vann Elliða, 5-3
ÍH vann Elliða, 5-3
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik byrjar 3. deildina á tveimur sigrum
Augnablik byrjar 3. deildina á tveimur sigrum
Mynd: Augnablik
Augnablik og Kári unnu bæði leiki sína í 2. umferð í 3. deild karla í kvöld.

Augnablik vann Hvíta riddarann, 4-1. Blikar voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum frá Halldóri Atla Kristjánssyni og Viktori Andra Péturssyni.

Gestirnir skoruðu þriðja markið á 66. mínútu en Hilmar Þór Sólbergsson minnkaði muninn sjö mínútum síðar áður en Augnablik rak síðasta naglann í kistuna sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Blikarnir eru með tvo sigra af tveimur mögulegum en Hvíti riddarinn er án stiga.

Kári vann annan leik sinn er liðið lagði Víði að velli, 2-0. Heimamenn léku manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Haraldur Smári Ingason fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútum fyrri hálfleiks.

Benjamin Mehic og Börkur Bernharð Sigmundsson gerðu mörk Kára á síðasta stundarfjórðungi leiksins og Kári því á toppnum með 6 stig, en Víðir með eitt stig.

Hlynur Magnússon skoraði þrennu fyrir Elliða sem tapaði fyrir ÍH, 5-3, í Árbæ.

ÍH komst í 2-0 forystu á fyrsta hálftímanum en Hlynur minnkaði muninn á 34. mínútu. Arnór Pálmi Kristjánsson kom ÍH aftur í tveggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti.

Hlynur skoraði tvö fyrir Elliða í síðari hálfleiknum og fullkomnaði þar með þrennu sína en þegar rúmar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Dagur Óli Grétarsson fyrir ÍH áður en Luis Quintero gekk endanlega frá leiknum með fimmta mark Hafnfirðinga.

Fyrsti sigur ÍH á tímabilinu en Elliði áfram án stiga eftir grátlegan endi á þessum leik.

Úrslit og markaskorarar:

Víðir 0 - 2 Kári
0-1 Benjamín Mehic ('77 )
0-2 Börkur Bernharð Sigmundsson ('85 )
Rautt spjald: Haraldur Smári Ingason , Víðir ('42)

Elliði 3 - 5 ÍH
0-1 Kristófer Dan Þórðarson ('22 )
0-2 Brynjar Jónasson ('28 )
1-2 Hlynur Magnússon ('34 )
1-3 Arnór Pálmi Kristjánsson ('40 )
2-3 Hlynur Magnússon ('46 )
3-3 Hlynur Magnússon ('66 )
3-4 Dagur Óli Grétarsson ('94 )
3-5 Luis Alberto Rodriguez Quintero ('96 )

Hvíti riddarinn 1 - 4 Augnablik
0-1 Halldór Atli Kristjánsson ('6 )
0-2 Viktor Andri Pétursson ('38 )
0-3 Arnar Laufdal Arnarsson ('66 )
1-3 Hilmar Þór Sólbergsson ('73 )
1-4 Viktor Andri Pétursson ('84 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 5 4 0 1 17 - 8 +9 12
2.    Magni 5 4 0 1 9 - 7 +2 12
3.    Víðir 5 3 1 1 17 - 7 +10 10
4.    Kári 5 3 1 1 19 - 10 +9 10
5.    Árbær 5 3 1 1 13 - 8 +5 10
6.    Sindri 5 2 0 3 12 - 12 0 6
7.    ÍH 5 2 0 3 14 - 15 -1 6
8.    KFK 5 2 0 3 10 - 15 -5 6
9.    Hvíti riddarinn 5 2 0 3 7 - 14 -7 6
10.    Elliði 5 2 0 3 9 - 18 -9 6
11.    KV 5 1 0 4 7 - 12 -5 3
12.    Vængir Júpiters 5 0 1 4 10 - 18 -8 1
Athugasemdir
banner
banner
banner