Man Utd þreifar á leikmönnum Palace - Osimhen bíður eftir tilboði frá Arsenal - Fulham reynir við Smith Rowe
   fös 10. maí 2024 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas leiðir baráttuna um markakóngstitilinn - Sævar Atli skoraði og lagði upp
Andri Lucas er markahæstur í deildinni
Andri Lucas er markahæstur í deildinni
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon voru báðir á skotskónum í mikilvægum 2-1 sigri Lyngby á OB í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Sævar Atli lagði upp fyrra markið fyrir Andra í fyrri hálfleiknum, sem jafnaði í 1-1 áður en Sævar gerði sigurmarkið níu mínútum síðar.

Andri var að gera þrettánda deildarmark sitt á tímabilinu og er hann nú markahæstur, einu marki á undan næsta manni.

Sævar var að gera þriðja mark sitt og þá hefur hann einnig gefið þrjár stoðsendingar.

Kolbeinn Birgir Finnsson var einnig í byrjunarliði Lyngby sem er með 32 stig í 9. sæti deildarinnar, nú sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir.

Þorri Mar Þórisson kom inn af bekknum undir lok leiks er Öster vann 3-0 sigur á Oddevold í sænsku B-deildinni. Öster er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner