Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   mán 10. júní 2013 21:59
Valur Páll Eiríksson
Óli Kristjáns: Ef hann hefði klikkað tæki ég það á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þú hefðir kannski getað lagt þig og ekki misst af miklu á köflum en við fengum þrjú stig og það er maximal það sem þú getur fengið úr úr leiknum" sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur á botnliði Víkingi Ólafsvík í dag.

Spurður út í 4-4-2 uppstillingu í dag sagði Ólafur: ,,Ég spilaði ekki 4-4-2 í dag. Við settum Elfar svolítið ofar til að spila utan á Farid sem var djúpur miðjumaður hjá þeim. Þegar við vörðumst var Elfar fremstur á miðjunni en þegar við sóttum fóru Árni og Elfar sitthvoru megin við Farid."

,,Það var smá vesen með fyrsta vítið. Þjálfarinn fékk "blackout" og ég var ekki alveg viss hver átti að taka vítið. Við vorum búnir að tala um það eftir mikla áhyggjan fjölmiðla að láta ekki ungan mann og hafsent taka vítið og ekki þennan og ekki hinn og finna vítaskyttuna sem var Guðjón. Svo þegar að framkvæmdin átti að fara að eiga sér stað þá sá ég Sverri þarna við miðlínu og segi honum að fara að taka vítið. Hann skildi ekkert í þessu og Guðjón skildi ekkert í þessu en Guðjón tók það sem betur fer og skoraði. Ef hann hefði tekið það og klikkað hefði ég tekið það algjörlega á mig. Þetta er algjörlega óásættanlegt að skipta um vítaskyttu á punktinum, það truflar alla." sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner