Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mán 10. júní 2013 21:59
Valur Páll Eiríksson
Óli Kristjáns: Ef hann hefði klikkað tæki ég það á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þú hefðir kannski getað lagt þig og ekki misst af miklu á köflum en við fengum þrjú stig og það er maximal það sem þú getur fengið úr úr leiknum" sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur á botnliði Víkingi Ólafsvík í dag.

Spurður út í 4-4-2 uppstillingu í dag sagði Ólafur: ,,Ég spilaði ekki 4-4-2 í dag. Við settum Elfar svolítið ofar til að spila utan á Farid sem var djúpur miðjumaður hjá þeim. Þegar við vörðumst var Elfar fremstur á miðjunni en þegar við sóttum fóru Árni og Elfar sitthvoru megin við Farid."

,,Það var smá vesen með fyrsta vítið. Þjálfarinn fékk "blackout" og ég var ekki alveg viss hver átti að taka vítið. Við vorum búnir að tala um það eftir mikla áhyggjan fjölmiðla að láta ekki ungan mann og hafsent taka vítið og ekki þennan og ekki hinn og finna vítaskyttuna sem var Guðjón. Svo þegar að framkvæmdin átti að fara að eiga sér stað þá sá ég Sverri þarna við miðlínu og segi honum að fara að taka vítið. Hann skildi ekkert í þessu og Guðjón skildi ekkert í þessu en Guðjón tók það sem betur fer og skoraði. Ef hann hefði tekið það og klikkað hefði ég tekið það algjörlega á mig. Þetta er algjörlega óásættanlegt að skipta um vítaskyttu á punktinum, það truflar alla." sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner