Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   mán 10. júní 2013 21:59
Valur Páll Eiríksson
Óli Kristjáns: Ef hann hefði klikkað tæki ég það á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þú hefðir kannski getað lagt þig og ekki misst af miklu á köflum en við fengum þrjú stig og það er maximal það sem þú getur fengið úr úr leiknum" sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur á botnliði Víkingi Ólafsvík í dag.

Spurður út í 4-4-2 uppstillingu í dag sagði Ólafur: ,,Ég spilaði ekki 4-4-2 í dag. Við settum Elfar svolítið ofar til að spila utan á Farid sem var djúpur miðjumaður hjá þeim. Þegar við vörðumst var Elfar fremstur á miðjunni en þegar við sóttum fóru Árni og Elfar sitthvoru megin við Farid."

,,Það var smá vesen með fyrsta vítið. Þjálfarinn fékk "blackout" og ég var ekki alveg viss hver átti að taka vítið. Við vorum búnir að tala um það eftir mikla áhyggjan fjölmiðla að láta ekki ungan mann og hafsent taka vítið og ekki þennan og ekki hinn og finna vítaskyttuna sem var Guðjón. Svo þegar að framkvæmdin átti að fara að eiga sér stað þá sá ég Sverri þarna við miðlínu og segi honum að fara að taka vítið. Hann skildi ekkert í þessu og Guðjón skildi ekkert í þessu en Guðjón tók það sem betur fer og skoraði. Ef hann hefði tekið það og klikkað hefði ég tekið það algjörlega á mig. Þetta er algjörlega óásættanlegt að skipta um vítaskyttu á punktinum, það truflar alla." sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner