,,Þú hefðir kannski getað lagt þig og ekki misst af miklu á köflum en við fengum þrjú stig og það er maximal það sem þú getur fengið úr úr leiknum" sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur á botnliði Víkingi Ólafsvík í dag.
Spurður út í 4-4-2 uppstillingu í dag sagði Ólafur: ,,Ég spilaði ekki 4-4-2 í dag. Við settum Elfar svolítið ofar til að spila utan á Farid sem var djúpur miðjumaður hjá þeim. Þegar við vörðumst var Elfar fremstur á miðjunni en þegar við sóttum fóru Árni og Elfar sitthvoru megin við Farid."
,,Það var smá vesen með fyrsta vítið. Þjálfarinn fékk "blackout" og ég var ekki alveg viss hver átti að taka vítið. Við vorum búnir að tala um það eftir mikla áhyggjan fjölmiðla að láta ekki ungan mann og hafsent taka vítið og ekki þennan og ekki hinn og finna vítaskyttuna sem var Guðjón. Svo þegar að framkvæmdin átti að fara að eiga sér stað þá sá ég Sverri þarna við miðlínu og segi honum að fara að taka vítið. Hann skildi ekkert í þessu og Guðjón skildi ekkert í þessu en Guðjón tók það sem betur fer og skoraði. Ef hann hefði tekið það og klikkað hefði ég tekið það algjörlega á mig. Þetta er algjörlega óásættanlegt að skipta um vítaskyttu á punktinum, það truflar alla." sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir