Það eru ekki bara landsliðin sem eru að keppa á EM heldur einnig dómararnir. Hjá þeim dómurum sem valdir voru til að starfa á mótinu er markmiðið að fá sjálfan úrslitaleikinn. Dómarar geta fallið út eins og liðin og einhverjir verða sendir heim eftir að riðlakeppni lýkur.
Fótbolti.net skoðar hér átta dómara sem eru líklegir til að berjast um að fá að flauta sjálfan úrslitaleikinn.
Fótbolti.net skoðar hér átta dómara sem eru líklegir til að berjast um að fá að flauta sjálfan úrslitaleikinn.
Jonas Eriksson - Svíinn er ekki vinsæll hjá Liverpool-stuðningsmönnum eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þess má geta að Jonas er forríkur eftir sölu á hlutabréfum en ástríða hans er dómgæslan.
Damir Skomina - Slóveninn er óhræddur við að taka stórar ákvarðanir og enginn kemst upp með kjaftæði.
Cuneyt Cakir - Tyrkinn er feykilega strangur og á það til að dreifa spjöldum eins og um heitar lummur sé að ræða.
Nicola Rizzoli - Ítalski arkitektinn er að margra mati besti dómari heims. Dæmdi úrslitaleik HM 2014.
Björn Kuipers - Hollendingur með sjálfstraust í hæstu hæðum. Rak Mandsukic af velli í leik Króatíu og Íslands.
Mark Clattenburg - Stjörnudómari sem elskar sviðsljósið. Englendingurinn er einstaklega fær með flautuna og dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir