
Ítalski framherjinn Mario Balotelli spáir Íslendingum upp úr riðlinum á EM í Frakklandi.
Balotelli gerir gott betur því hann spáir Íslandi einu af tveimur efstu sætunum í F-riðli.
Tvö lið fara upp úr öllum riðlunum á EM en í fjórum riðlum af sex fer þriðja sætið einnig áfram.
Balotelli spáði fyrir Goal.com í riðlana og valdi tvö efstu liðin í hverjum riðli. Ísland og Portúgal enda í tveimur efstu sætunum samkvæmt spá Balotelli.
Balotelli hefur nægan tíma til að spá í spilin fyrir EM því hann var sjálfur ekki valinn í ítalska hópinn fyrir mótið.
Smelltu hér til að sjá spá Balotelli
Athugasemdir