Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fös 10. júní 2016 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic: Payet var maður leiksins áður en hann skoraði
Slaven Bilic hefur, skiljanlega, miklar mætur á Dimitri Payet.
Slaven Bilic hefur, skiljanlega, miklar mætur á Dimitri Payet.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, hefur miklar mætur á leikmanni sínum Dimitri Payet sem hann keypti til Hamranna síðasta sumar.

Payet átti frábært fyrsta tímabil í enska boltanum sem skilaði sér með byrjunarliðssæti í franska landsliðinu fyrir EM í heimalandinu.

Bilic mætti í sjónvarpsver ITV sem sýndi beint frá landsleiknum og var þar sem knattspyrnusérfræðingur.

„Hann hefði verið maður leiksins hvort sem hann hefði skorað þetta mark eða ekki," sagði Bilic í beinni útsendingu.

„Hann var besti maðurinn á vellinum, þó það sé sleppt því að horfa til marksins sem hann skoraði og stoðsendingarinnar sem hann átti í fyrra markinu.

„Payet er stórkostlegur leikmaður og hann skoraði magnað mark, þetta var stórleikur og núna er hann búinn að sanna sig með franska landsliðinu. Hann er búinn að sanna sig á Englandi en til að sanna sig fyrir þjóð sinni verður maður að gera eitthvað sérstakt, eins og hann gerði í kvöld."

Athugasemdir
banner
banner
banner