Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fös 10. júní 2016 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Bjargvætturinn: Gylfi verður bjargvættur gegn Portúgal
Icelandair
Martin Eyjólfsson í Annecy í dag.
Martin Eyjólfsson í Annecy í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martin Eyjólfsson þekkja margir fótboltaáhugamenn sem bjargvættinn eftir að hann bjargaði ÍBV frá falli á ævintýralegan hátt tvö ár í röð 1992 og 1993. Hann er í dag sendiherra Íslands í Genf og hefur verið að aðstoða íslenska landsliðið með æfingasvæðið í Annecy sem er skammt frá Genf.

„Þetta hefur verið í mýflugumynd en ég kíkti hingað á þetta svæði í október og nóvember, smellti nokkrum myndum af og talaði við mann og annan," sagði Martin við Fótbolta.net í dag.

„Svo í kjölfarið komu þeir og tóku þetta allt saman út. Þetta var fyrsta snertingin. Ef þetta er í lagi þá er þetta á mína ábyrgð en annars ekki," sagði hann og hló.

„Þeir þurftu að gera ákveðnar breytingar og settu dren í völlinn. Þeir fengu til þess 70 þúsund evrur frá UEFA. Þeir eru búnir að gera mikla bragabót á aðstöðunni og eru mjög stoltir af því að hýsa Íslendingana."

Martin er sem fyrr segir þekktur sem bjargvætturinn, er ekkert búið að ræða við hann um að bjarga einhverju?

„Ég er í bolnum innanundir," sagði Martin og hélt áfram. „Þegar ég kom að þessu verkefni vakti ég athygli á mér og Lars lofaði að hafa mig í huga ef ég myndi koma mér í form en ég held ég hafi sjálfur klúðrað því. Ætli ég hafi ekki verið 15-20 kílóum léttari í gamla daga."

„Við vorum að grínast með þetta þegar ég sendi skýrslurnar heim og Lars kom aðeins inn í það og þegar ég lagði fram mína beiðni sagði hann; Góður leiðtogi þarf alltaf að vera tilbúinn til að endurskoða sinn hug. Svo ef ég myndi standa mína plikt þá væri aldrei að vita. Það er alltaf gaman að geta gert svona græskulaust grín það þarf að vera húmor í þessu."


Fyrsti leikur Íslands er gegn Portúgal á þriðjudaginn og Martin á von á sigri.

„Við erum með mjög skipulagt lið og það er okkar styrkleiki. Ef við höldum aganum og skipulaginu og spilum með hjartanu þá er ég mjög bjartsýnn á að við tökum Portúgalina 1-0. Eigum við ekki að segja að Gylfi smelli honum af 25 metrunum."



Athugasemdir
banner