City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fös 10. júní 2016 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Borgunarbikarinn: ÍBV sló KR úr leik
Sigríður Lára gerði tvö mörk í leiknum.
Sigríður Lára gerði tvö mörk í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 3 ÍBV
1-0 Sigríður María S Sigurðardóttir ('12)
1-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('28)
1-2 Díana Dögg Magnúsdóttir ('49)
1-3 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('88)

Eyjakonur eru komnar áfram í Borgunarbikar kvenna eftir öruggan sigur gegn KR á KR-velli.

Sigríður María Sigurðardóttir kom KR yfir í fyrri hálfleik en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði fyrir ÍBV og var staðan 1-1 í hálfleik.

Vestmannaeyingar stjórnuðu leiknum og komust yfir snemma í síðari hálfleik þegar Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði.

Sigríður Lára bætti svo öðru marki sínu við til að innsigla sigur gestanna á lokamínútum leiksins.
Athugasemdir
banner
banner