City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   fös 10. júní 2016 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Frakka og Rúmena: Kante og Payet byrja
Mynd: Getty Images
Byrjunarlið Frakklands og Rúmeníu fyrir opnunarleik Evrópumótsins 2016 hafa verið staðfest.

Heimamenn tefla fram gífurlega sterku liði þar sem Olivier Giroud, sóknarmaður Arsenal, leiðir sóknarlínuna ásamt Antoine Griezmann og Dimitri Payet.

N'Golo Kanté byrjar á miðjunni ásamt Blaise Matuidi og Paul Pogba. Þá er hinn 35 ára gamli vinstri bakvörður Patrice Evra í byrjunarliðinu.

Vlad Chiriches er helsta stjarna Rúmena og fyrirliði liðsins en hann er varaskeifa hjá Napoli í ítalska boltanum, þar sem hann lék ekki nema sjö deildarleiki á nýliðnu tímabili.

Þá er Ciprian Tatarusanu á milli stanganna en hann leikur með Fiorentina á Ítalíu og heldur Costel Pantilimon, varamarkverði Watford, á bekknum.

Frakkland: Lloris, Sagna, Koscielny, Rami, Evra, Kanté, Matuidi, Pogba, Griezmann, Payet, Giroud.

Rúmenía: Tătăruşanu, Săpunaru, Grigore, Chiricheş, Raţ, Hoban, Pintilii, Stanciu, Popa, Stancu, Andone
Athugasemdir
banner
banner