City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fös 10. júní 2016 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Gott að geta þrumað svona í vinkilinn
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, var ánægður eftir sigur sinna manna í opnunarleik Evrópumótsins.

Frakkar mættu Rúmenum sem reyndust ansi erfiðir andstæðingar. Dimitri Payet gerði sigurmark Frakka á 89. mínútu með mögnuðu þrumuskoti sem fór beint í markvinkilinn.

„Þetta rúmenska lið er hörkugott og erfitt að eiga við. Þeir verjast mjög vel og þetta er dýrmætur sigur," sagði Deschamps eftir leikinn.

„Við mættum í dag til að vinna og vorum með fjóra sóknarmenn á vellinum að leikslokum. Þetta var erfitt en hafðist að lokum.

„Þegar maður getur þrumað boltanum svona í vinkilinn þá leysir það flest vandamál."

Athugasemdir
banner
banner
banner