City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fös 10. júní 2016 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Frakka og Rúmena: Griezmann fjarkaður
Mynd: Getty Images
Goal.com er búið að gefa leikmönnum einkunnir eftir 2-1 sigur Frakklands gegn Rúmeníu í opnunarleik Evrópumótsins.

Dimitri Payet var óumtvírætt maður leiksins enda var hann afar líflegur, lagði fyrra markið upp og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútunum.

Það sem færri eru þó sammála um eru einkunnirnar sem Olivier Giroud og Antoine Griezmann fá. Giroud, sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir að hafa brennt nokkrum sinnum af, fær 8 og Antoine Griezmann, sem átti meðal annars skalla í stöng áður en honum var skipt útaf, fær 4.

Ciprian Tatarusanu fær lægstu einkunn Rúmena, eða 4. Hann átti þó fínan leik og gat ekkert gert í sigurmarki leiksins sem Payet skoraði. Hann tapaði skallabolta við Olivier Giroud í opnunarmarkinu en endursýningar sýndu að Giroud hafi átt að vera dæmdur brotlegur og því lítið hægt að sakast við Tatarusanu.

Frakkland:
H. Lloris - 6
P. Evra - 6
B. Sagna - 6
A. Rami - 6
L. Koscielny - 5
P. Pogba - 6
N. Kante - 7
B. Matuidi - 6
D. Payet - 9 Maður leiksins
O. Giroud - 8
A. Griezmann - 4
(Coman 6, Martial 6, Sissoko 5)

Rúmenía:
C. Tatarusanu - 4
R. Rat - 6
C. Sapunaru - 5
D. Grigore - 6
V. Chiriches - 6
M. Pintilii - 6
N. Stanciu - 6
O. Hoban - 6
Adrian Popa - 5
F. Andone - 6
B. Stancu - 6
(Alibec 5, Torje 5, Chipciu 5)
Athugasemdir
banner
banner
banner